Valbjarnarvöllur verður gervigrasi lagður

Boltastrákar Þróttar að leik í Laugardalnum. Brátt verða tveir gervigrasvellir …
Boltastrákar Þróttar að leik í Laugardalnum. Brátt verða tveir gervigrasvellir í stað gamla Valbjarnarvallar. Ljósmynd/Aðsend

Tveir nýir gervigrasvellir verða lagðir á gamla Valbjarnarvellinum í Laugardag samkvæmt nýju deiliskipulagi.

Breytingin byggir á viljayfirlýsingu sem Knattspyrnufélagið Þróttur, Glímufélagið Ármann og Reykjavíkurborg gerðu í mars síðastliðnum.

Gert er ráð fyrir að Þróttur afhendi grasæfingarsvæði við Suðurlandsbraut og þar verði þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþróttir auk æfingasvæða. Þá verði nýir gervigrasvellir lagðir austan Laugardalsvallar. Vellirnir verða afgirtir með netgirðingum en áfram er gert ráð fyrir opnum göngu- og skokkleiðum milli Laugardalsvallar og vallanna.

Tillagan gerir ráð fyrir að tveir æfingavellir verði lagðir með upphituðu gervigrasi og reist verði níu ljósamöstur með LED lýsingu að hámarki 21m frá jörð. Gert er ráð fyrir að lýsingin verði 200 lux en grenndaráhrif vegna lýsingarinnar eru talin óveruleg eða engin. Minni sjónmengun er af LED lýsingu en hefðbundinni flóðlýsingu og auðveldara að stýra henni.

Innan lóðarinnar er einnig gert ráð fyrir 200 fermetra aðstöðuhúsi segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert