Fínn hringur hjá Haraldi

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús úr GR fór vel af stað á fyrsta hringnum á Emporda Challenge mótinu á Spáni á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu. 

Haraldur lék á 68 höggum í gær og lék á þremur höggum undir pari vallarins í Girona. Haraldur á því ágæta möguleika að komast í gegnum niðurskurð keppenda að loknum öðrum keppnisdegi í dag. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig úr GR náði sér ekki eins vel á strik og lék á 73 höggum. 

Lítið er eftir af tímabilinu en Haraldur Franklín getur enn gert sér vonir um að ná einu af tuttugu efstu sætunum á stigalista mótaraðarinnar í lok tímabilsins. Þau gefa sæti á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. En þá þarf hann að gera vel í síðustu mótunum. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert