Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Á síðasta ári spruttu fram myndbönd á samfélagsmiðlunum TikTok, Instagram og Youtube þar sem notendur, í miklu mæli konur, deildu því hvernig þær losuðu sig við aukakíló á skömmum tíma með notkun Ozempic. 

Lyfið Ozempic inniheldur semaglútíð sem seinkar því að maginn tæmist og ýtir undir seddutilfinningu. Fyrirtækið sem framleiðir Ozempic er danskt og ber heitið Novo Nordisk. Auk Ozempic framleiðir Novo Nordisk líka Wegovy, Saxenda og Rybelsus. Öll eiga lyfin það sameiginlegt að stuðla að þyngdartapi sjúklinga sem þjást af sykursýki og offitu. 

Sérfræðingar gagnrýna notkun Ozempic í megrunarskyni. Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands og næringarfræðingur hjá Minni bestu heilsu segir í samtali við Heimildina „það er alls ekki ráðlagt að vera að taka lyfið í megrunarskyni ef þú ert ekki kominn með sjúkdóminn offitu og kannski aðra undirliggjandi fylgikvilla.“

Á aðeins einu ári jukust verðmæti hlutabréfa í Novo Nordisk um 40% samkvæmt Economist. Vegna vinsælda lyfjanna hafa sjúklingar í Bandaríkjunum lent í erfiðleikum með að nálgast þau í apótekum. Inntaka lyfsins Ozempic hefur aukist á Íslandi samhliða vinsældum þess erlendis.

Novo Nordisk bannað í Bretlandi

Í fyrra seldi Novo Nordisk lyfið Ozempic fyrir 60 milljarða bandaríkjadala en salan jókst um ríflega 80% á aðeins einu ári. Markaðsvirði Novo Nordisk er 317 milljarðar bandaríkjadala (45.000 milljarðar íslenskra króna). Það nær tvöfaldaðist milli áranna 2020 og 2022. Fyrirtækið er metið sem 22 verðmætasta fyrirtæki heims

Novo Nordisk stendur nú fyrir rannsóknum sem er ætlað að leiða í ljós hvort hægt sé að koma Ozempic í dreifingu á almennum markaði sem megrunarlyfi. Lyfjastofnun segir í svari við fyrirspurnum um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til þess að fá lyfið hér á landi að „læknar hafa heimild til að ávísa lyfjum við öðrum ábendingum og í öðrum skammtastærðum en markaðsleyfi þeirra segir til um en í þeim tilfellum taka þeir á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi.

Nýlega voru Saxenda og Wegovy samþykkt inn á breskan markað. Þegar það gerðist var varaforseti Novo Nordisk, Pinder Sahota, líka forseti Samtaka breska lyfjaiðnaðarins (ABPI). Í síðustu viku bárust fréttir frá Bretlandi þess efnis að Samtök breska lyfjaiðnaðarins hefðu dæmt Novo Nordisk í tveggja ára bann vegna brota á siðferðislegum stöðlum samtakanna við kynningu á offitulyfjunum. Fréttirnar koma í kjölfar þess að Pinder Sahota sagði af sér sem forseti ABPI síðastliðinn febrúar vegna ágreinings um Novo Nordisk innan samtakanna.

Notkun Ozempic á Íslandi

Ozempic er lyfseðilsgilt lyf á Íslandi. Samkvæmt Lyfjastofnun fékk það markaðsleyfi þann 8. febrúar 2018. Lyfið er í penna sem stungið er í læri, upphandlegg eða kvið. Á heimasíðu Sérlyfjaskráar kemur fram að notkun lyfsins sé hugsuð með hreyfingu og hollu mataræði. Ozempic er tekið einu sinni í viku. Magnið fer eftir því hvar í ferlinu sjúklingur er staddur. Aukaverkanir lyfsins eru oftast ógleði, uppköst eða niðurgangur. Ozempic getur haft áhrif á fleiri þætti eins og blóðsykur og véllindabakflæði. Lyfið er hugsað fyrir fullorðið fólk.

Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu, segist finna fyrir aukinni eftirspurn og áhuga fólks á Ozempic hér á landi. Hún segir að ekki sé mælt með því að fólk taki lyfið í megrunarskyni. „Ég veit að fólk er að gera það en hvaða afleiðingar það hefur seinna meir veit maður ekki nákvæmlega.“

Áhrif Ozempic á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans eru töluverð. „Það er efni í Ozempic sem er mjög líkt hormóni sem við framleiðum sjálf sem heitir GLP-1. Virka efnið ýtir undir að líkaminn framleiði og losi sitt eigið insúlín. Það sem gerist þá er að blóðsykurinn lækkar, frumurnar í líkamanum taka upp blóðsykurinn sem er í blóðinu og þar af leiðandi verður blóðsykurstjórn líkamans mun betri.“ Gréta segir lyfið líka hægja á hreyfingum þarmanna og magatæmingunni sem gerir það að verkum að við verðum lengur södd og síður svöng.  

Mín besta heilsa heldur námskeið fyrir fólk sem glímir við óeðlilega þyngdaraukningu og vill læra á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. „Við hjá Mín besta heilsa leggjum rosalega mikla áherslu á að þú nýtir þetta sem hjálpartæki og hugir líka að öðrum lífstílsþáttum af því að hættan er að kannski ef þú finnur fyrir minni svengd að þú borðir minna. Þá er fæðan þín kannski ekki mjög næringarrík. Þannig að það er rosa mikilvægt að þú hugir að þessu þannig að þú fáir þá næringu sem þú þarft og að fæðan sé heilsusamleg og næringarrík.“

Aðspurð hvort að hægt sé að skipta út aðgerðum eins og magahjáveituaðgerð fyrir notkun Ozempic segir Gréta að taka þurfi mið af hverjum einstakling. „Eftir því sem sjúkdómurinn verður erfiðari og erfiðara að tækla hann, þá er frekar ráðlagt að fara í aðgerð. En þetta er gott tæki fyrir þá sem eru ekki komnir rosalega langt í sínu sjúkdómsferli.“

Stundarglaslíkamanum skipt út

Frægt fólk og áhrifavaldar á samfélagsmiðlum eru ófeimin við að þakka þyngdartapi sínu sykursýkislyfjum. Einn af þeim sem hefur hælt lyfinu Wegovy opinberlega er eigandi Twitter, Teslu og SpaceX, Elon Musk. Önnur er áhrifavaldurinn Remi Jo. Hún er með rúmlega tvær milljónir fylgjenda á TikTok.

Á sama tíma og notkun Ozempic eykst fara vinsældir stundarglaslíkamans dvínandi á samfélagsmiðlum. Staðalímynd hins fullkomna kvennlíkama síðustu ár samanstóð af stórum rassi, stórum brjóstum og litlu mitti. Holdgervingur stundarglaslíkamans er milljarðamæringurinn, raunveruleikastjarnan og laganeminn Kim Kardashian. Hún er ein þeirra sem sökuð eru um að hafa notað Ozempic til þess að grennast á stuttum tíma í Hollywood. Þyngdartap Kim og systur hennar Khloé er talið gefa vísbendingar um breyttar áherslur innan tískuheimsins og á samfélagsmiðlum.  

Nýja líkamstískubylgjan sem á að koma í stað stundarglaslíkamans kallast Heroine Chic. Fréttamiðlar á borð við New York Post og The Guardian hafa fjallað um það síðustu mánuði. Tískubylgjan er ákveðin andstaða við stundarglaslíkamann og snýst um að vera eins mjó og hægt er. Innblásturinn er sóttur í fyrirsætur tíunda áratugarins, þar á meðal Kate Moss og Jaime King. Þó að stór hluti internets notenda sem fylgjast með tískuheiminum hafi veitt þessari afturábak þróun viðspyrnu eru myllumerki eins og #fitspo ein þau vinsælustu á TikTok. Þar sýna notendur líkama sína eða gera myndbönd um þá líkama sem þá dreymir um að öðlast.

Ozempic andlitið

Ofnotkun á lyfinu í megrunarskyni getur haft það í för með sér að fólk fær svokallað Ozempic andlit. Það vísar til þess að húð í andliti fer að síga vegna skorts á fitu. Þetta getur látið fólk líta út fyrir að vera töluvert eldra enn það er í raun og veru. Útlitsdýrkandi samfélagsmiðlanotendur hafa brugðist við þessu með því að fá sér andlitsfyllingar eða gelísprautanir. Þær meðferðir eiga að veita andlitinu unglegan og frísklegan blæ. Fyllingum í andlit þarf þó að fylgja eftir með reglulegum sprautum. Á Íslandi kosta fyllingar tugi þúsunda króna.  

Tískubylgjur á vinsælum vefmiðlum eins og TikTok hafa áhrif á markaðsvirði fyrirtækja. Þær geta líka ýtt undir það að fólk finni sig knúið til að fara óskynsamlegar leiðir til þess að halda í við það sem þykir heitast hverju sinni. Fyrirtæki eins og Novo Nordisk græða á þessum tískubylgjum. Neysla á Ozempic færist í aukanna, markaðsvirði Novo Nordisk rís og líkamar kvenna halda áfram að vera söluvara.

 

 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
5
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár