Þrír nýliðar í landsliðshópnum

Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með yngri landsliðunum.
Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með yngri landsliðunum. Ljósmynd/FIBA

Þrír nýliðar eru í landsliðshóp kvenna í körfubolta sem mætir til æfinga um helgina. Á liðið að mæta til leiks í undankeppni EM í september, en enn á eftir að koma í ljós hvort leikirnir geti farið fram vegna kórónuveirunnar. 

Benedikt Guðmundsson valdi 19 manna hóp þar sem eru þrír nýliðar, en Katla Rún Garðarsdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir og Ástrós Lena Ægisdóttir koma inn í hópinn í fyrsta skipti. 

Æfingahópur landsliðsins um helgina:

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur/HBU, USA

Ástrós Lena Ægisdóttir · KR

Birna Valgerður Benónýsdóttir · Kelavík/Binghamton, USA

Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Valur/University of Tulsa, USA

Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík

Eva Margrét Jónsdóttir · Haukar

Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur

Hallveig Jónsdóttir · Valur

Hildur Björg Kjartansdóttir · KR

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik

Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík

Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar

Margrét Kara Sturludóttir · KR

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík

Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, Englandi

Sóllilja Bjarnadóttir · KR

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert