Manchester United vann loks heimaleik

Anthony Martial rekur knöttinn frá Romaine Sawyers á Old Trafford …
Anthony Martial rekur knöttinn frá Romaine Sawyers á Old Trafford í kvöld. AFP

Manchester United vann 1:0-sigur á West Brom á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en þetta var fyrsti heimasigur stórliðsins á tímabilinu í fimmtu tilraun.

Eftir afar tíðindalítinn fyrri hálfleik hófst sá síðari með látum. Gestirnir, sem sitja í fallsæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri, héldu að þeir væru að fá vítaspyrnu á 46. mínútu þegar David Coote benti á punktinn. Bruno Fernandes hafði þá sparkað til Conor Gallagher inn í vítateig; Portúgalinn kom lítið við boltann og lítið við manninn. Coote fór í skjáinn og skipti um skoðun, West Brom-mönnum til mikillar armæðu.

Fimm mínútum síðar fengu svo heimamenn vítaspyrnu er Darnell Furlong handlék knöttinn eftir markskot Juan Mata. Fernandes steig á puntkinn en Sam Johnstone, sem átti stórleik í marki WBA, varði frá honum. Vítaspyrnuna þurfti hins vegar að endurtaka er fyrrverandi United-markvörðurinn fór af marklínunni þegar hann varði spyrnuna. Fernandes gerði ekki mistök í annarri tilraun og skoraði sigurmark leiksins.

United er nú í 9. sæti með 13 stig, sjö stigum á eftir toppliðið Tottenham sem hefur spilað einum leik meira. West Brom er í 18. sætinu með þrjú stig.

Man. Utd 1:0 WBA opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert