19. júlí 2023 kl. 18:05
Íþróttir
Hjólreiðar

Vingegaard færist nær Tour de France titlinum

Danski hjólreiðakappinn er með sjö mínútna forskot á keppinauta sína í Tour de France eftir dagleið sautján. Aðeins fjórar dagleiðir eru nú til stefnu, en keppendur koma í mark í París sunnudaginn 23. júlí.

epa10069098 A spectator runs with a flare next to Danish rider Jonas Vingegaard of Jumbo Visma during the 11th stage of the Tour de France 2022 over 151.7km from Albertville to the Col du Granon Serre Chevalier in the commune of Saint-Chaffrey, France, 13 July 2022.  EPA-EFE/YOAN VALAT
EPA / EPA-EFE

Danskur aðdándi fagnar Vingegaard í fyrra.

Hinn austurríski Felix Gall vann dagleiðina, en Vingegaard stakk sinn helsta keppinaut, Slóvenann Tadej Pogacar, af í dag. Eftir keppni gærdagsins var Vingegaard, sem sigraði keppnina í fyrra, með tveggja mínútna forskot á Pogacar. Nú er forskotið orðið nær óyfirstíganlegt, og hinn 26 ára gamli Dani fagnaði vel er hann kom í mark í dag.

„Það er mikill léttir að hafa sjö mínútna forskot, en við erum ekki enn komnir til Parísar. Það eru enn þá nokkrar dagleiðir eftir sem erfitt er að eiga við,“ sagði hann.

Úrslit dagsins:
1. Felix Gall (Austurríki/AG2R-Citroen) 4 klukkutímar og 49 mínútur
2. Simon Yates (Stóra-Bretland/Team Jayco-AlUla) +34 sekúndur
3. Pello Bilbao (Spánn/Bahrain Victorious) +1:38 mínútur
4. Jonas Vingegaard (Danmörk/Jumbo-Visma) +1:52 mínútur

Staðan í keppninni:
1. Jonas Vingegaard (Danmörk/Jumbo-Visma) 67 klukkutímar, 57:51 mínútur
2. Tadej Pogacar (Slóvenía/UAE Team Emirates) +7:35 mínútur
3. Adam Yates (Stóra-Bretland & Sameinuðu Arabísku Furstadæmin) Team Emirates) +10:45 mínútur