Enginn í fangelsi vegna neysluskammts

Enginn afplánar nú fangelsisdóm vegna vörslu neysluskammta fíkniefna. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um refsingar við vörslu neysluskammta fíkniefna og ölvun á almannafæri.

Í svari dómsmálaráðherra kemur einnig fram að enginn hafi verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir vörslur neysluskammta fíkniefna árin 2010-2020.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sekta frekar

Þá hefur enginn verið dæmdur fyrir ölvun á almannafæri árin 2010–2020 en í lögum mælir fyrir um að hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberum samkomum, í bifreiðum eða öðrum farartækjum eða skipum skuli sæta ábyrgð samkvæmt lögum.

Algengustu viðurlög við vörslu neysluskammta fíkniefna og ölvun á almannafæri eru sektir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert