Lífið samstarf

Hver var hinn raunverulegi Dr. Death?

Stöð 2

Dr. Death er kominn á Stöð 2+.

Þáttaröðin Dr. Death hóf göngu sína á Stöð 2 seinastliðið sunnudagskvöld þar sem Joshua Jackson, Alec Baldwin og Christian Slater fara með aðalhlutverk. Þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum sem áttu sér í Texas í Bandaríkjunum.

Hér segir frá skurðlækninum Christopher Duntsch sem framkvæmdi skurðaðgerðir á 38 einstaklingum milli 2011 og 2013. Þar af voru 33 einstaklingar sem hlutu varanlegan skaða eftir þessar aðgerðir. Hann var duglegur að flytja sig á milli sjúkrahúsa og passaði vel upp á að bletta ekki orðsporið sitt.

Það var ekki fyrr en tveir aðrir skurðlæknar verða varir við afar óhefðbundin vinnubrögð Christofers að farið er að rannsaka málið.

Margir halda eflaust að þessi saga sé of ótrúleg til að vera sönn, en þættirnir eru mjög trúir raunverulegu sögunni og þeim persónum sem þar koma að.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um málið er til podcast sem ber sama nafn og þættirnir þar sem málið er krufið inn að beini. Einnig er hægt að lesa um málið hér, en við mælum eindregið með að horfa fyrst á þættina.

Þáttaröðin er komin inn á Stöð 2+ í heild sinni og er tilvalin í hámhorf á meðan haustlægðin gengur yfir. 

Tryggðu þér áskrift hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×