Opnað fyrir meðmælasöfnun Viktors

Viktor Traustason.
Viktor Traustason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrskurðarnefnd kosningamála hefur fellt úr gildi úrskurð Landskjörstjórnar um að framboð Viktors Traustasonar til forseta hafi verið ógilt. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viktori en opnað hefur verið aftur fyrir meðmælasöfnun hans á island.is. Hann vantar meðmæli í öllum fjórðungum landsins. 

Viktor hefur frest til klukkan 15 á morgun, 2. maí, til að safna undirskriftunum. 

„Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir mismunuðu frambjóðendum við frestveitingar til leiðréttinga og/eða úrbóta á meðmælalistum,“ segir í tilkynningu Viktors.

Hann greindi frá því í fyrradag að hann hefði einungis fengið 69 undirskriftir gildar þrátt fyrir að hafa safnað á annað þúsund undirskriftum þar sem hann hafi sett lista sína upp með því formi að fólk þurfti að skrifa niður nafn, kenni­tölu og dag­setn­ingu en ekki nafn, kenni­tölu og lög­heim­ili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert