Seinkað og frestað í dag

Hart barist í fyrri leik KA/Þórs og Aftureldingar á tímabilinu.
Hart barist í fyrri leik KA/Þórs og Aftureldingar á tímabilinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Einum leik í úrvalsdeild kvenna í handknattleik hefur verið seinkað vegna samgönguörðugleika og þá er búið að fresta einum leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik vegna kórónuveirunnar.

Leik Aftureldingar og KA/Þórs í Olísdeildinni í handknattleik hefur verið seinkað um tvær klukkustundir. Upphaflega átti hann að fara fram í gær en var seinkað um einn dag vegna erfiðs ferðaveðurs.

Í dag eru enn víða slæm skilyrði en þó er reiknað með því að Norðankonur komist til Mosfellsbæjar í dag. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15 en hefst nú klukkan 17.

Leik Tindastóls og KR í 1. deildinni í körfuknattleik sem átti að fara fram í dag hefur þá verið frestað þar sem upp er komið smit í leikmannahópi Tindastóls og allt liðið því komið í sóttkví.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert