Landsliðið æfði í Poznan

Veðrið lék við leikmenn íslenska liðsins á æfingunni í morgun.
Veðrið lék við leikmenn íslenska liðsins á æfingunni í morgun. Ljósmynd/@footballiceland

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði á Poznan-vellinum í Póllandi í morgun en Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik á morgun.

Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á níu dögum en liðið tapaði 1:2-fyrir Mexíkó í Texas hinn 31. maí og vann svo 1:0-sigur gegn Færeyjum í Þórshöfn 4. júní.

Leikurinn í Poznan er lokaleikur pólska liðsins í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni EM sem hefst 11. júní.

Pólland leikur í E-riðli Evrópukeppninnar ásamt Slóvakíu, Spáni og Svíþjóð en fyrsti leikur liðsins á EM verður gegn Slóvakíu hinn 14. júní í Pétursborg í Rússlandi.

Leikmenn íslenska liðsins nutu sín vel í reitabolta.
Leikmenn íslenska liðsins nutu sín vel í reitabolta. Ljósmynd/@footballiceland
Ögmundur Kristinsson varði mark íslenska liðsins gegn Færeyjum á föstudaginn.
Ögmundur Kristinsson varði mark íslenska liðsins gegn Færeyjum á föstudaginn. Ljósmynd/@footballiceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert