Hitinn mestur á hálendinu

Veðurhorfur morgundagsins samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur morgundagsins samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Kort/Veðurstofa Íslands

Því var spáð að hæsta hitastig landsins í dag yrði á hálendinu. Veðurstofa Íslands spáir því að það sama verði uppi á teningnum á morgun.

„Ástæðan er einfaldlega sú að þar er sólríkast þessa dagana,“ segir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

„Núna er hitinn kominn yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri og það gæti verið að mesti hitinn mælist þarna á Suðausturlandi á láglendi í dag en á svona dögum er ekkert mjög óalgengt að það sé skýjað við ströndina og léttskýjað yfir hálendinu.“

Sólin bakar svalt hálendið

Birgir segir að ekki sé mjög algengt að hæsta hitastigið á öllu landinu sé á hálendinu en það komi þó fyrir. 

„Þetta er í rauninni bara sólin að baka svalt hálendið og þá rýkur hitinn upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert