Bankasalan vekur athygli erlendis

Blaðamaður Euromarket fer ítarlega yfir söluferlið og undirbúning þess í …
Blaðamaður Euromarket fer ítarlega yfir söluferlið og undirbúning þess í grein sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Salan á Íslandsbanka hefur vakið athygli meðal erlendra fjölmiðla, en greining á söluferlinu samhliða viðtali við Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra Bankasýslunnar, var birt á miðlinum Euromarket

Þar kemst blaðamaður að þeirri niðurstöðu að söluferlið hafi verið ákaflega vel heppnað í viðskiptalegum skilningi, og Jón Gunnar Jónsson kveðst jafnvel stoltari af seinna, lokaða útboðinu, en því fyrra.

Aftur á móti viðurkennir hann að Bankasýslan og fjármálaráðuneytið, hefðu mátt kynna ferlið betur. 

Vildu halda bankanum á íslenskum markaði

Þegar farið var af stað í þá vegferð að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka var markmiðið að fá sem best verð fyrir bankann en styrkja á sama tíma íslenskan hlutabréfamarkað.

Þegar Arion banki var seldur var hann skráður á bæði íslenskan og hollenskan markaði, en Bankasýslan vildi halda Íslandsbanka alfarið á íslenskum markaði. 

Þá er Bankasýslan sögð hafa staðið sig vel í opna útboðinu að skapa spennu milli innlendra og erlendra fjárfesta og tryggja þannig að lífeyrissjóðirnir væru ekki ráðandi, en koma á sama tíma í veg fyrir að erlendir fjárfestar valti yfir útboðið. 

Gengið á hlutbréfum bankans rauk upp um tuttugu prósent eftir almenna útboðið og hefur haldist nokkuð hátt síðan. 

Vildu ekki storka verðinu

„Það síðasta sem sextíu og fimm prósenta hluthafi vill, er að verðið á bréfunum hrynji,“ segir Jón Gunnar Jónsson. „Þó þú getir sprengt upp verðið, væri það skammtíma ávinningur á langtíma kostnað.“

Þá segir í fréttinni að einkavæðing á ríkiseignum sé að auki alltaf pólitísk og stuðningur við hana nánast ómögulegur nema hærra verð fáist með hverju skrefi. 

Þá var ráðist við sölu á seinni 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í síðasta mánuði. Þá var markmiðið að selja smærri hluta á sambærilegu verði.

Minnst áhætta með tilboðsfyrirkomulagi

Við seinna útboðið voru nokkrar leiðir færar en sú sem Bankasýslan taldi líklegasta til árangurs með minnstri áhættutöku var svokallað tilboðsfyrirkomulag  (e. accelarated book-building process).  

Blaðamaður Euromarket ber söluna saman við það þegar breska ríkið seldi sinn hlut í Lloyds banka á sínum tíma. Þá hafi ríkið ætlað að beita annarri aðferð en endað á því að nýta sér tilboðsyfirkomulagið í tvennu lagi. 

Þegar Jón ber saman fyrra og seinna útboðið metur hann það svo að seinni salan hafi jafnvel verið betur heppnuð. 

Þá kveðst hann enn efast um réttmæti þess að birta lista kaupenda, af hálfu fjármálaráðuneytisins. 

Staða íslenska markaðarins í uppnámi

Í fréttinni eru viðbrögð íslensks almennings og stjórnmálamanna, tekin fyrir og komist að þeirri niðurstöðu að spurningar hafi kuðlast saman í reiði og ruglingi. 

Þá er vísað til ummæla Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka, að ágreiningurinn sé helst til kominn vegna vanþekkingar. 

Í fréttinni er bent á að með því að stöðva frekari sölu á bankanum sé stöðu íslenska markaðarins ógnað, en í lok júní mun FTSE Russel taka ákvörðun um hvort íslenski markaðurinn komist upp um deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK