„Það er hált þarna, það er þessi svarta ísing á vettvangi. Vegir eru blautir og hiti við frostmark. Það er allavega hált þarna en hvort það er það sem hefur orsakað slysið, það verður rannsóknin að leiða í ljós,“ segir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.
Hann segir að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð vegna slyssins vegna þess að langt er í helstu bjargir. Búið sé að afturkalla einhver útköll. Sjúkrahúsið á Selfossi sé komið á viðbúnaðarstig. Þá sé gert ráð fyrir því að einhverjir verði fluttir með þyrlu til Reykjavíkur.
Sveinn Rúnar segir að enn sem komið er hafi enginn þeirra slösuðu verið fluttur af vettvangi.