fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Brottrekni lektorinn tapar enn – „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2018 lét Kristinn Sigurjónsson, þáverandi lektor við Háskólann í Reykjavík (HR), þessi orð falla í spjallhópi á Facebook:

„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

DV greindi frá ummælunum í frétt og nokkru síðar var Kristinn rekinn frá skólanum.

Kristinn stefndi HR fyrir héraðsdóm þar sem hann krafðist þess að uppsögnin yrði dæmd ólögmæt og honum yrðu dæmdar skaðabætur. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og studdist þar við þá breytingu sem varð við sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, að þá giltu ekki lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna við skólana tvo heldur almenn löggjöf á sviði vinnuréttar.

Kristinn áfrýjaði málinu til Landsréttar. Í niðurstöðu Landsréttar segir:

„Ágreiningslaust er að stefndi ákvað að segja áfrýjanda upp störfum vegna tiltekinna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðli. Sú ákvörðun fór í engu gegn heimildum stefnda samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi og takmörkun á þeim verður heldur ekki leidd af stjórnarskrárvörðum rétti áfrýjanda til tjáningarfrelsis. Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið gaf rektor stefnda frá sér yfirlýsingu sem birt var opinberlega 12. október 2018. Kom þar fram að stjórnendur stefnda myndu ekki tjá sig um starfslok áfrýjanda auk þess sem gildi háskólans voru áréttuð. Efni yfirlýsingarinnar fól ekki í sér ólögmæta meingerð gegn æru eða persónu áfrýjanda.“
Niðurstaða Landsréttar var að dómur héraðsdóms skyldi standa óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti var fellur niður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki