Tvöfalt meira selt til Kína í janúar

Seld var grálúða til Kína fyrir meira en 833 milljónir …
Seld var grálúða til Kína fyrir meira en 833 milljónir króna í janúar síðastliðnum, sem er 93% aukning frá sama mánuði í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útflutningur á eldis- og sjávarafurðum til Kína var tæplega tvöfalt meiri í janúar síðastliðnum en sama mánuð í fyrra í tonnum talið. Athygli vekur mikil aukning í magni grálúðu, makríls og þorsks, að því er fram kemur í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna.

Í heild voru flutt út 3.638 tonn af eldis- og sjávarafurðum til Kína í janúar sem er næstum 100% aukning frá sama mánuði 2022, samkvæmt talnagögnum Hagstofu Íslands. Mest munar um grálúðu og makríl en alls voru flutt út 1.240 tonn af grálúðu á móti 514 tonnum í janúar í fyrra og 326,5 tonnum í janúar árið 2022. Magnið af grálúðu sem flutt var út í janúar síðastliðnum er tæplega fimmtungur alls magns sem flutt var til Kína allt árið í fyrra.

Í janúar skilaði grálúðan 833,7 milljónum króna (FOB) í útflutningsverðmæti á móti 432,9 milljónum í janúar 2023 og 249,6 milljónum sama mánuð árið þar á undan. Þannig jókst magn grálúðu sem seld var til Kína um 141% en útflutningsverðmætið um 93%. Sé útflutningsverðmæti deilt á útflutt magn sést að meðalverðmæti tegundarinnar á kíló var 764,5 krónur í janúar árið 2022, 842,1 króna í janúar á síðasta ári en aðeins 672,1 króna sama mánuð á þessu ári.

Umfjöllunina má lesa í heild í síðasta blaði 200 mílna.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg
19.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.670 kg
Þorskur 135 kg
Samtals 2.805 kg
19.5.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 2.473 kg
Langa 306 kg
Þorskur 137 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 12 kg
Keila 11 kg
Samtals 2.954 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg
19.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 2.670 kg
Þorskur 135 kg
Samtals 2.805 kg
19.5.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 2.473 kg
Langa 306 kg
Þorskur 137 kg
Karfi 15 kg
Ufsi 12 kg
Keila 11 kg
Samtals 2.954 kg

Skoða allar landanir »