Framlengdi í Árbænum

Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í leik með Fylki sumarið 2019.
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í leik með Fylki sumarið 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sæunn Rós Ríkharðsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis til ársloka 2022.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Sæunn, sem er 21 árs gömul, er uppalin í Árbænum.

Hún á að baki 24 leiki í efstu deild en hún sleit krossband síðasta sumar og gat því lítið beitt sér með liðinu þegar það hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max-deildarinnar.

Alls hefur hún leikið 47 leiki fyrir Fylki og skoraði í þeim fimm mörk en hún lék alla átján leiki liðsins í úrvalsdeildinni, sumarið 2019.

Við styðjum við bakið á Sæunni Rós í endurhæfingarferlinu og hlökkum til að sjá hana aftur í orange treyjunni,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Árbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert