Lukkudísirnar ekki hliðhollar Íslendingum

Lukkudísirnar voru ekki hliðhollar Íslendingum þegar dregið var í Vikingalottóinu í dag. 

Fyrsti vinningur gekk ekki út en þar er um að ræða sex réttar tölur og víkingatöluna. Potturinn fer því yfir hálfan milljarð í næstu viku. 

Einn lottóspilari var með sex tölur réttar og var miðinn keyptur í Noregi eins og stundum áður. 

Enginn var með fimm tölur réttar af sex og þriðji vinningur gekk því ekki út. Sama má segja um jókertölurnar. Enginn náði þeim öllum réttum. 

Fimm hérlendis fengu annan vinning í jókertölunum eða 100 þúsund krónur á mann. Voru þrír miðar seldir á lotto.is og þar af einn í áskrift. Einn var keyptur í appinu hjá Íslenskum getraunum og sá fimmti hjá Olís í Garðabæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert