Tvær ekki með á fyrstu æfingu

Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki með á æfingunni í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki með á æfingunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði í fyrsta skipti í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í næsta mánuði á Laugardalsvelli í dag.

Allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt á æfingunni að undanskildum Hallberu Guðnýju Gísladóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Þá æfði Guðný Árnadóttir ein, en hún hefur verið tæp vegna meiðsla. 

Hallbera, sem leikur með Kalmar í Svíþjóð, lenti á Íslandi síðdegis og kemur til móts við hópinn seinna í dag. Gunnhildur lék með Orlando Pride síðustu nótt og er væntanleg til landsins í fyrramálið.

Fyrsti leikur Íslands á EM er þann 10. júlí næstkomandi gegn Belgíu. Frakkland og Ítalía eru einnig í riðli Íslands.

Smelltu hér til þess að horfa á Dætur Íslands, vefþætti mbl.is, þar sem leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru í nærmynd.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 3. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 3. MAÍ

Útsláttarkeppnin