Unnið að hreinsun í Þvottárskriðum

Hreinsunarstarf í Þvottárskriðum
Hreinsunarstarf í Þvottárskriðum mbl.is/Björn Jóhann

Áfram er unnið að því að hreinsa til á veginum um Þvottárskriður eftir aurskriðu sem féll á hann í gær og lokaði fyrir umferð. Ekki leið langur tími í gær frá því að tilkynnt var um aurskriðuna og tókst að opna fyrir umferð á ný. Áfram voru þó ummerki eftir skriðuna og héldu verktakar hreinsunarstarfinu áfram í dag.

Skriðurnar vekja jafnan athygli þeirra sem ferðast um svæðið og var þar engin breyting á í morgun, þegar blaðamaður mbl.is átti leið hjá, en fjöldi bíla stoppaði bæði til að virða skriðurnar fyrir sér sem og hreinsunarstarfið.

Vegfarendur virtu bæði skriðurnar og hreinsunarstarfið fyrir sér í morgun.
Vegfarendur virtu bæði skriðurnar og hreinsunarstarfið fyrir sér í morgun. mbl.is/Björn Jóhann
Verktakar að störfum í morgun.
Verktakar að störfum í morgun. mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert