fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vaktstjóri fer í stríð – Fékk ekki greiddan uppsagnarfrest eftir umferðarslys

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 21:00

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í nokkuð sérstöku launadeilumáli í Héraðsdómi Reykjaness þann 19. júlí.

Málið varðar fyrrverandi vaktstjóra á veitingahúsi sem krafðist launa fyrir síðasta mánuð sinn í starfi, sem hann gat ekki lokið vegna umferðarslyss sem hann lenti í, auk launa í uppsagnarfresti í einn mánuð. Fyrirtækið áleit manninn ekki hafa verið lengur á ráðningarsamningi hjá sér heldur hefði hann verið í tilfallandi verkefnum eftir að hafa í raun verið hættur störfum.

Maðurinn hafði sagt upp starfi sínu með tölvupósti í júlí árið 2017 þar sem hann ætlaði að leita á önnur mið og flytja sig um set. Ætlaði hann að hætta störfum 31. ágúst 2017, eða þegar formlegur uppsagnarfrestur væri á enda. Þegar leið að þeim degi kom tvennt í ljós, honum hafði ekki tekist að hasla sér völl annars staðar og veitingastaðurinn þurfti á honum að halda áfram. Hann hélt því áfram störfum sínum.

Um miðjan september lenti maðurinn í umferðarlysi og varð hann óvinnufær fram í mars 2018. Fyrirtækið neitaði að greiða honum laun fyrir septembermánuð og fyrir október, en hann taldi sig eiga rétt á launum í eins mánaðar uppsagnarfresti. Skilningur mannsins á aðstæðum var sá að hann hefði verið endurráðinn 1. september og ætti því rétt á eins mánaðar uppsagnarfresti. Þessu harðneitaði fyrirtækið.

Maðurinn leitaði til stéttarfélagsins MATVÍS sem reyndi að reka mál hans hjá fyrirtækinu, en án árangurs. Á endanum höfðaði hann mál.

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness að kröfur mannsins væru réttmætar. Var fyrirtækið dæmt til að greiða honum tveggja mánaða laun, samtals rúmlegat 1,2 milljónir króna, auk dráttarvaxta upp á ríflega hálfa milljón króna, ennfremur málskostnað upp á tæplega eina og hálfa milljón.

 

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi