Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum

Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.

Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Auglýsing

Við­ræðum Sím­ans við franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ardian France SA um kaup á Mílu, sem hófust þann 18. októ­ber sl., er nú lokið með und­ir­ritun samn­ings um kaup Ardian á öllu hlutafé í Mílu. Salan er háð fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Áætl­aður sölu­hagn­aður er rúm­lega 46 millj­arðar króna að teknu til­liti til kostn­aðar vegna við­skipt­anna, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Sím­an­um. Þar segir að áætlað virði við­skipt­anna sé 78 millj­arðar króna, að með­töldum fjár­hags­legum skuld­bind­ingum Mílu sem kaup­and­inn yfir­tek­ur.

„Sam­kvæmt kaup­samn­ingi fær Sím­inn greitt á efnda­degi um 44 millj­arða króna í reiðufé og 15 millj­arða króna í formi skulda­bréfs sem Sím­inn veitir kaup­anda til þriggja ára. Ljóst er að sala Mílu mun hafa umtals­verð áhrif á efna­hags­reikn­ing Sím­ans þar sem lausa­fjár­staða verður sterk og geta til innri og ytri vaxtar verður umtals­verð. Stjórn og fram­kvæmda­stjórn Sím­ans munu vinna að til­lögu um ráð­stöfun sölu­and­virð­is­ins sem verður kynnt hlut­höfum gangi við­skiptin eft­ir,” segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þá hefur Ardian hefur boðið íslenskum líf­eyr­is­sjóðum að taka þátt í kaup­unum og getur eign­ar­hlutur þeirra orðið allt að 20 pró­sent. Slíkt sam­starf getur bæði verið með beinni þátt­töku eða í gegnum inn­lenda fjár­fest­ing­ar­sjóði.

Virkum sam­ráðs­vett­vangi um inn­viði verði komið á fót

Kjarna­starf­semi Mílu felst í að byggja upp og reka inn­viði fjar­skipta á lands­vísu. Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefur þjóð­ar­­ör­ygg­is­ráð fundað um sölu á innvið­um.

Sam­­kvæmt ráð­inu er nauð­­­syn­­­legt út frá þjóð­­ar­­ör­ygg­is­­­sjón­­­ar­miði og alls­herj­­­­­ar­­­reglu að greina áhættu­þættir og rýna í fjár­­­­­fest­ingu í mik­il­vægum innviðum sam­­­fé­lags­ins, ekki síst erlendri fjár­­­­­fest­ingu. Þeirra á meðal eru inn­­­viðir í net- og fjar­­­skipta­­­kerfi, en ráðið telur að hætta geti skap­­­ast ef eig­endur geta haft áhrif á virkni þeirra. Í til­kynn­ingu Sím­ans um söl­una á Mílu kemur fram að Sím­inn eigi í við­ræðum við stjórn­völd um að koma á fót sam­ráðs­vett­vangi um inn­viði.

Orri Hauksson forstjóri Símans.

„Við fögnum komu reynslu­mik­ils fjár­festis á borð við Ardian í íslenska fjar­skipta­geir­ann. Orð­spor og þekk­ing Ardian á upp­bygg­ingu og lang­tíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri fram­tíð þess­ara grund­vall­ar­inn­viða á Íslandi. Þetta á sér­stak­lega við um lands­byggð­ina. Ardian hefur metn­að­ar­full áform um að hraða ljós­leið­ara­væð­ingu og 5G þjón­ustu um land allt. Við eigum í við­ræðum við stjórn­völd um að koma á fót virkum sam­ráðs­vett­vangi, þar sem hægt er að deila upp­lýs­ingum og leggja grunn að upp­byggi­legu sam­starfi um ýmsa mik­il­væga inn­viði lands­ins, stýr­ingu þeirra í íslenskri lög­sögu og þjóðar­ör­yggi þeim tengd­um,“ er haft eftir Orra Hauks­syni í til­kynn­ingu frá Sím­an­um.

Með söl­unni losni um sam­keppn­is­leg áhrif

Sam­kvæmt til­kynn­ingu vill Ardian hraða fjár­fest­ing­ar­verk­efnum Mílu og leggja sér­staka áhersla á að leggja ljós­leið­ara í sveit­ar­fé­lögum á lands­byggð­inni, sem muni auka sam­keppn­is­hæfni minni sveit­ar­fé­laga, og byggja „fram­úr­skar­andi 5G far­síma­kerfi á Íslandi með tækni­bún­aði frá sænska fram­leið­and­anum Erics­son.”

Salan á Mílu er í til­kynn­ingu sögð í sam­ræmi við stefnu Sím­ans um að aðgreina mis­mun­andi við­skipta­módel sam­stæð­unnar og skapa grunn að auk­inni sam­keppni í staf­rænu umhverfi lands­ins. Sím­inn verði eftir söl­una öfl­ugt og sveigj­an­legt félag sem muni öðl­ast aukið athafna­frelsi en fyrr og lúta létt­ari reglu­stýr­ingu af hálfu hins opin­bera. Með söl­unni losni um sam­keppn­is­leg áhrif sem eft­ir­lits­stofn­anir hafa haft áhyggjur af vegna eign­ar­halds Sím­ans á Mílu.

Vilja byggja upp fram­sækn­ara fjar­skipta­fyr­ir­tæki

Ardian er í til­kynn­ingu sagt reynslu­mik­ill lang­tíma fjár­festir í grunn­innviðum og eitt stærsta sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tæki Evr­ópu. Félagið var stofnað árið 1996 af Dom­in­ique Senequi­er, er með höf­uð­stöðvar í Par­ís, Frakk­landi og skrif­stofur á átta öðrum stöðum í Vest­ur­-­Evr­ópu. Um 800 manns vinna hjá Ardian sem er með and­virði um 114 millj­arða banda­ríkja­dala í stýr­ingu. Meðal fjár­festa í Ardian eru rík­is­stofn­an­ir, líf­eyr­is­sjóð­ir, trygg­inga­fé­lög og stofn­ana­fjár­fest­ar.

Inn­viða­deild Ardi­an, Ardian Infrastruct­ure, hafi und­an­farið lagt aukna áherslu á fjár­fest­ingar í staf­rænum innvið­um, auk orku- og sam­göngu­inn­viða, en félagið er reynslu­mikið í rekstri mik­il­vægra inn­viða í fjölda landa.

Dr. Daniel von der Schulen­berg, fram­kvæmda­stjóri og yfir­maður Ardian Infrastruct­ure fyrir Þýska­land, Ben­elux löndin og Norð­ur­-­Evr­ópu seg­ist hlakka til sam­starfs við Sím­ann.

„Við erum þakk­lát fyrir það tæki­færi að fjár­festa á Íslandi og hlökkum til að vinna náið með inn­lendum sam­starfs­að­ilum okk­ar. Norð­ur­löndin eru kjarna­svæði fyrir Ardian inn­viðateymið. Þar eru sterk grunn­gildi, vel menntað starfs­fólk og sterkir inn­viðir sem gerir svæðið sér­stak­lega áhuga­vert. Míla er lang­tíma­fjár­fest­ing og vett­vangur til vaxtar fyrir okk­ur. Við hyggj­umst fjár­festa jafnt og þétt í sterk­ari útbreiðslu fjar­skipta­inn­viða og hlökkum til að veita áfram hágæða þjón­ustu og teng­ing­ar. Við munum vinna náið með stjórn­un­arteymi Mílu að upp­bygg­ingu enn fram­sækn­ara fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is. Við hlökkum einnig til sam­starfs við Sím­ann sem mik­il­vægs fram­tíðar við­skipta­vinar og íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina sem með­eig­enda okkar í Mílu,“ segir von der Schulen­berg í til­kynn­ingu Sím­ans.

Ardian með fjár­mun­ina og Míla þekk­ing­una

Þá greinir frá því í til­kynn­ing­unni að Seðla­banki Íslands eigi í sér­stökum til­vikum tví­hlíða við­skipti (kaup og sölu) fram­hjá mark­að­inum við við­skipta­vaka á gjald­eyr­is­mark­aði (Arion banka, Íslands­banka, Lands­bank­ann). “Þá er um að ræða við­skipti af stærð­argráðu sem mögu­lega valda tíma­bundnum flæð­is­frá­vikum eða óvenju­legum skamm­tíma­hreyf­ingum á gengi krón­unn­ar, ef þeim yrði beint inn á gjald­eyr­is­mark­að­inn. Ef af kaup­unum verður munu Sím­inn og Ardian vinna með Seðla­banka Íslands að fram­gangi við­skipt­anna þegar þar að kemur þannig að sem minnst áhrif verði á gjald­eyr­is­mark­að­i.”

Jón Rík­harð Krist­jáns­son, fram­kvæmda­stjóri Mílu, segir í til­kynn­ingu að mik­il­vægt sé að fá svona fjár­sterkan aðila inn í upp­bygg­ingu fjar­skipta­inn­viða.

„Um leið og þetta er mikil við­ur­kenn­ing fyrir það starf sem unnið hefur verið hjá Mílu und­an­farin ár eru þetta feiki­lega spenn­andi tíma­mót fyrir félag­ið. Stjórn­völd hafa lengi haft þá stefnu að ljúka þurfi háhraða­netsteng­ingu um allt land en á sama tíma sagt óleyst hvernig það verði gert. Míla hefur lýst því yfir að félagið hygg­ist gera það. Um 13.000 stað­föng í bæjum og þorpum á lands­byggð­inni eru án ljós­leið­ara­teng­inga. Það er stefna nýrra eig­enda Mílu að hraða upp­bygg­ingu til þess­ara staða. Ljós­leið­ara­væð­ing er eitt stærsta byggða­mál Íslands og Ardian hefur fjár­muni og Míla þekk­ingu sem þarf til að láta verkin tala í þessum efn­um. Upp­bygg­ing 5G far­síma­nets er annað umfangs­mikið verk­efni sem farið er af stað auk þess sem fjar­skipta­ör­yggi er stórt atriði sem þarf að tryggja. Það er því mjög gleði­legt að fá svona fjár­sterkan aðila í þessi mik­il­vægu verk­efni. Míla sem sjálf­stætt fyr­irtæki með öfl­uga eig­endur mun verða enn sterk­ari en áður og full­búið til að takast á við þessar áskor­anir sem framundan eru í að efla enn frekar íslenska fjar­skipta­inn­við­i,“ er haft eftir Jóni í til­kynn­ingu sem lesa má í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent