Lífið

Fyrsta verslunin í húsinu með eingöngu íslenska gjafavöru

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bjarney Harðardóttir segir að eftirspurnin eftir íslenskri hönnun sé stöðugt að aukast.
Bjarney Harðardóttir segir að eftirspurnin eftir íslenskri hönnun sé stöðugt að aukast. Vísir/Vilhelm

Rammagerðin hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Í versluninni er að finna vörur frá tæplega 50 íslenskum hönnuðum og vörumerkjum.

Verslunin er sú fyrsta í Kringlunni sem býður eingöngu upp á íslenska gjafavöru. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 og rekur í dag fimm verslanir sem bjóða íslenska hönnun og handverk. Fischer Ilmhús, Bjarni Viðar, Scintilla, Havarí, Bahns, Milla Snorrason og Ragna Ragnarsdóttir eru meðal þeirra hönnuða og vörumerkja sem er að finna í nýju verslun Rammagerðarinnar í Kringlunni.

Eingöngu íslensk hönnun og gjafavara er til sölu í versluninni.

Auður Gná Ingvarsdóttir, listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar, hafði veg og vanda af því að velja inn réttu vörurnar og sá sömuleiðis um uppsetningu og framstillingar. 

Fagurkerinn Auður Gná Ingvarsdóttir, listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar, sá um alla uppstillingu búðarinnar.

Bjarney Harðardóttir, eigandi Rammagerðarinnar, segir að það séu spennandi tímar framundan í skapandi greinum og eftirspurn eftir íslenskri hönnun og handverki sé í stöðugt að aukast og nýja verslunin í Kringlunni sé komin til að mæta þessum aukna áhuga á íslenskri hönnun.

Eingöngu íslensk hönnun og gjafavara er til sölu í versluninni.

Tengdar fréttir

Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London

Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×