Inter ítalskur bikarmeistari eftir spennutrylli

Leikmenn Inter fagnar ítalska bikarmeistaratitlinum í kvöld.
Leikmenn Inter fagnar ítalska bikarmeistaratitlinum í kvöld. AFP/Filippo Monteforte

Internazionale frá Mílanó hrósaði sigri gegn Juventus þegar liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í kvöld og þurfti til þess framlengingu.

Inter náði forystunni þegar í stað á sjöundu mínútu leiksins og leiddi 1:0 í leikhléi.

Strax í upphafi síðari hálfleiks náði Juventus hins vegar að snúa taflinu við. Alex Sandro jafnaði metin á 50. mínútu og Dusan Vlahovic kom Juventus yfir aðeins tveimur mínútum síðar.

Hakan Calhanoglu jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu og því þurfti að grípa til framlengingar.

Á níundu mínútu hennar fékk Inter dæmda aðra vítaspyrnu. Hana tók Ivan Perisic og skoraði.

Þremur mínútum síðar skoraði Perisic annað mark sitt og fjórða mark Inter, tryggði liðinu þannig frækinn 4:2-sigur og bikarmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka