Skipulagsofbeldi í Snæfellsbæ?

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum, skrifar um skipulagsbreytingar sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum á Hellnum.

Auglýsing

Ein­hverjir hafa orðið varir við ágrein­ing um skipu­lags­breyt­ingar á Hellnum á Snæ­fells­nesi, sem til­heyrir sveit­ar­fé­lag­inu Snæ­fells­bæ. Um er að ræða breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og gerð nýs deiliskipu­lags á jörð­inni Gísla­bæ, sem fela í sér bygg­ingu á hugs­an­lega þús­und fer­metra hót­eli og allt að átta ferða­þjón­ustu­hús­um. Íbúar og hags­muna­að­ilar eru ekki sáttir við hug­mynd­irnar og vilja að það sé horfið frá þess­ari breyt­ingu á gild­andi aðal­skipu­lagi. Jörðin Gísla­bær er stað­sett í miðju Hellna­plássi  en henni til­heyrir einnig lóð niðri á bjarg­brún þar sem stendur gam­alt fisk­verk­un­ar­hús sem Krist­inn Krist­jáns­son, versl­un­ar­maður í Bárð­ar­búð, byggði árið 1960. 

Eig­enda­skipti urðu að Gísla­bæj­ar­jörð haustið 2019 og hyggj­ast hinir nýju eig­endur byggja upp ferða­þjón­ustu á Hellnum í sama stíl og þeir eru með við Vík í Mýr­dal, eins og kemur fram í við­tali við einn þeirra í Frétta­blað­inu þann 28. októ­ber 2020: 

Black­beach Suites þeirra feðga í Vík í Mýr­dal byggir á hót­el­í­búðum og hosteli og er á sínu þriðja rekstr­ar­ári. „Það hefur gengið mjög vel og við vildum end­ur­taka leik­inn á öðru svona skemmti­legu svæð­i,“ segir Ásgeir Ein­ars­son. 

Auglýsing
Á fundi í umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar þann 18. júlí 2019 var eft­ir­far­andi sam­þykkt gerð, vegna fyr­ir­spurnar frá félag­inu N18:  ,,Nefndin gefur land­eig­anda leyfi til að fara i deiliskipu­lags­ferli með það í huga að nýt­ing­ar­hlut­fall sé nærri 0,25.” 

Það vakti athygli okkar að þá voru núver­andi eig­endur ekki búnir að kaupa landið enda kemur fram í fund­ar­gerð­inni að þeir eru að þreifa fyrir sér með afstöðu sveit­ar­fé­lags­ins en til þess að þeir fái að fara í þessa skipu­lags­vinnu þarf að breyta gild­andi aðal­skipu­lagi sem var til­tölu­lega nýbúið að stað­festa eða í júlí 2018, u.þ.b. ári áður. 

Um þessa sam­þykkt umhverfis og skipu­lags­nefnd­ar, vissu  hags­muna­að­ilar á Hellnum ekki, enda var þeim ekki á neinn hátt til­kynnt um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar en skipu­lags­lýs­ing var aug­lýst þann 8. októ­ber 2020. Umræddar breyt­ingar gætu haft það mikil áhrif að full ástæða hefði verið að senda hinum fáu íbú­um/hags­muna­að­ilum á Hellnum bréf og boða til kynn­ing­ar­fund­ar. Hvor­ugt var gert en kynn­ing­ar­fundur var síðan hald­inn á inter­net­inu eftir beiðni frá hags­muna­að­ilum á Helln­um. Það er ástæða til að halda að ekki hafi átt að bera mikið á aug­lýstri skipu­lags­lýs­ingu en til sam­an­burðar má skoða hvernig staðið var að mjög áber­andi kynn­ingu á göngu­stíg á Hellisandi sem líka til­heyrir Snæ­fells­bæ.

Í fram­hald­inu sendu hags­muna­að­ilar á Hellnum og fleiri sem annt er um svæð­ið, inn spurn­ingar og athuga­semdir vegna þess­ara skipu­lags­hug­mynda og var þeim svarað af starfs­fólki Snæ­fells­bæj­ar, fyrir hönd umhverf­is- og skipu­lags­nefndar og má lesa hvort tveggja á síðu sveit­ar­fé­lags­ins. Svörin eru að mati hags­muna­að­ila mest útúr­snún­ing­ar, blekk­ing­ar, rök­leys­ur, eft­irá­skýr­ingar og jafn­vel ósann­indi í bland við yfir­læti og hroka. Varla er neinni spurn­ingu eða athuga­semd svarað á mál­efna­legan hátt. 

Þegar til­laga að skipu­lags­skil­málum var síðan kynnt á fundi umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar þann 23. jan­úar 2021, var ekki komið á móts við eina ein­ustu athuga­semd hags­muna­að­ila á Helln­um. Og nú á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, þann 8. apríl síð­ast­lið­inn var til­lög­unni vísað í lög­boðið ferli, alls óbreyttri frá upp­haf­legum hug­mynd­unum sem var lýst fyrir okkur síð­ast liðið haust af skipu­lags­ráð­gjafa Snæ­fells­bæj­ar, Hildig­unni Har­alds­dótt­ur, sem vissu­lega er líka að teikna aðal­skipu­lags­breyt­ing­una og deiliskipu­lag­ið. 

Sér­stak­lega má vekja athygli á eft­ir­töldum atriðum og spurn­ing­um:

  1. Þegar umhverf­is- og skipu­lags­nefnd sam­þykkti beiðni núver­andi Gísla­bæjar­eig­enda að skipu­lags­breyt­ingum á jörð­inni Gísla­bæ, þá voru þeir EKKI orðnir eig­endur að jörð­inni. Hvers vegna sam­þykkti nefndin á einum ein­asta fundi, hug­myndir um stór­fellda upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu á Hellnum fyrir utan­að­kom­andi athafna­fólk, sem sam­rýmd­ist á engan hátt  gild­andi aðal­skipu­lagi þannig að því þarf að breyta?
  2. Ein­ungis var um ár liðið frá því að núgild­andi aðal­skipu­lag var sam­þykkt fyrir Snæ­fells­bæ, eftir mikla og ágæta vinnu í nokkur ár. Hvers vegna leyfir umhverf­is- og skiplags­nefnd Snæ­fells­bæjar sér, að svíkja þann sátt­mála og hundsa þær hug­myndir og vænt­ingar sem íbúar og hags­muna­að­ilar höfðu um fram­tíð­ar­sýn á Hellnum og höfðu sjálfir unnið að?
  3. Í skipu­lags­lýs­ingu og í frek­ari skýr­ingum á skipu­lags­skil­málum fyrir jörð­ina Gísla­bæ,   eru nán­ast allir þætt­ir  sem  brjóta í bága við gild­andi aðal­skipu­lag Snæ­fells­bæjar þó bæj­ar­stjórn vilji meina ann­að. Hvernig í ósköp­unum skýra stjórn­endur Snæ­fells­bæjar það að þeir skuli ekki standa við og taka til­lit til eigin fram­tíð­ar­sýn­ar, eigin áætl­ana og eigin sam­þykkta?
  4. Skipu­lags­breyt­ing­arnar á Hellnum fela í sér stór­fellda ferða­þjón­usta í miðju Hellna­plássi, í stað­inn fyrir að efri hluti pláss­ins átti að vera ætl­aður undir slíkt eins og  kveðið er á um í gild­andi aðal­skipu­lagi. Með þessum skipu­lags­breyt­ingum er bætt við leyfi fyrir fjórða hót­el­inu á Hellnum auk átta 40 fer­metra ferða­þjón­ustu­húsum til við­bótar við allt það hús­næði sem nú er til útleigu á Hellnum og er rök­stutt með auknum atvinnu­tæki­færum og íbúa­fjölg­un. Hvernig telur umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar að umrædd atvinnu­starf­semi stuðli að slíku, í sam­keppni við þann rekstur sem nú er fyr­ir?
  5. Í gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er skýrt kveðið á um að gera þurfi þarfa­grein­ingu fyrir skipu­lag á nýju landi enda er varað við þenslu og frek­ari upp­bygg­ingu á svæð­inu og tekið sér­stak­lega fram að það ógni sjálf­bærni og að ,,ósnortnu landi sé ekki fórnað að óþörfu”. Nið­ur­staðan er: ,,Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að vakta þessi svæði sér­stak­lega og gæta þess að stór­brot­inni nátt­úru og umhverf­is­gæðum verði ekki fórnað að óþörfu.” Þarna ver sér­stak­lega verið að tala um Hellna.
  6. Ákvörðun umhverf­is- og skipu­lags­nefndar Snæ­fells­bæjar og í fram­haldi sam­þykkt bæj­ar­stjórnar Snæ­fells­bæj­ar, eru í hróp­andi ósam­ræmi við þann anda sem á síð­ustu árum hefur byggst upp varð­andi umhverf­is­mál, nátt­úru­vernd, sam­fé­lags­gerð, mann­líf, sam­tal og sam­vinnu við heima­fólk og hags­muna­að­ila, t.d. í gegnum svæð­is­garð­inn Snæ­fells­nes. Víð­tæk and­staða, ekki bara á Helln­um, er gegn breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem felur í sér umrædda hót­el­bygg­ingu við frið­lýsta strönd og umfangs­mikla upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu við kyrr­látt íbúða-, sum­ar­húsa og land­bún­að­ar­svæði á Helln­um. Hvað fær fólk til að taka slíka ákvörðun fyrir sveit­ar­fé­lag sitt í and­stöðu við íbúa, land­eig­end­ur, rekstr­ar­að­ila, dval­ar­gesti, ferða­menn og fjöld­ann allan af fólki sem vill ekki láta ,,eyði­leggja” Hellna en það er það sem við flest sjáum fyrir okkur með þess­ari skipu­lags­breyt­ingu enda er fyr­ir­myndin á Arn­ar­stapa.

Sveit­ar­fé­lögum er gefið mikið vald á sviði skipu­lags­mála og ef stjórn­endur þeirra túlka það vald þannig að þeir geti hundsað aðkomu almenn­ings og hags­muna­að­ila, þá eru úrræðin ekki mörg, sér­stak­lega þegar opin­berir umsagn­ar­að­ilar treysta á heil­indi og fag­lega vinnu innan sveit­ar­fé­lag­anna. Þegar sú vinna reyn­ist vera fúsk og jafn­vel byggð á blekk­ing­um, stöndum við sem erum andsnúin umræddum breyt­ing­um, ráð­þrota. Við sem íbúar og sem eigum lögvar­inna hags­muna að gæta, þurfum að þola það að stjórn­endur sveit­ar­fé­lags­ins beiti öllum þeim verk­færum sem þeir hafa aðgang að; stjórn­sýsl­unni, starfs­fólki, sér­fræð­ing­um, lögum og reglum og síð­ast en ekki síst valdi sínu og opin­beru fé, til að þjóna hags­munum ein­hverra ann­arra en íbúa Snæ­fells­bæj­ar. Við þurfum að verja okkar hags­muni með okkar eigin fjár­magni, í okkar eigin tíma og með enga sér­fræði­þekk­ingu á mjög svo flóknum mála­flokki sem skipu­lags­mál eru nú orð­in.

Snæ­fells­bær, með þessum breyt­ingum á gild­andi aðal­skipu­lagi, er svo sann­ar­lega að gefa lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum og sam­vinnu, langt nef. Hvernig telja stjórn­endur Snæ­fells­bæjar sig geta staðið undir ímynd umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar, auk þess að vera í sam­starfi með öðrum sveit­ar­fé­lögum sem stefna að sjálf­bærni, bættu sam­fé­lagi fyrir íbú­ana og síð­ast en ekki síst, góðu mann­lífi, þegar þeir beita íbúa sína og hags­muna­að­ila hugs­an­lega skipu­lags­of­beldi og vald­níðslu, fyrir alls óvið­kom­andi aðila?

Höf­undur rekur sam­komu­húsið á Arn­ar­stapa og skrifar fyrir hönd hags­muna­að­ila á Helln­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar