fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Dagný Brynjars skrifar undir nýjan samning við West Ham

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 15:40

Mynd: West Ham United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið West Ham United sem gildir til sumarsins 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá West Ham í dag.

Dagný spilaði 28 leiki fyrir West Ham á síðasta tímabili og endaði það sem jafn markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk.

Hún segir það ekki hafa verið spurning í sínum huga að skrifa undir nýjan samning við West Ham þegar að henni bauðst það en Dagný hefur verið stuðningsmaður liðsins í fjölmörg ár.

,,Ég er mjög ánægð með að vera áfram hjá West Ham United. Ég hef notið tímans hérna og hlakka til að skapa fleiri minningar hér,“ sagði Dagný eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við West Ham United.

Hún segir félagið hafa fjölskyldubrag yfir sér. ,,Allir hér styðja mig dyggilega í móðurhlutverkinu með Brynjari syni mínum. West Ham United hefur látið mér og fjölskyldu minni líða eins og heima hjá okkur síðan að komum.“

„Ég held að ég hafi virkilega bætt mig sem leikmaður síðan ég kom til London. Ég vil samt halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja á þeim framförum sem við höfum náð á nýafstöðnu tímabili.“

Dagný segist hlakka til komandi tíma undir stjórn nýs þjálfara, Paul Konchesky. ,,Ég hlakka nú þegar til næsta tímabils. Þegar breytingar verða innan klúbbsins er alltaf svolítið leiðinlegt þegar maður þarf að kveðja, en það er líka spennandi!“

„Ég ber mikla virðingu fyrir Konch (Paul Konchesky) sem þjálfara, svo ég er spennt fyrir því að vera hluti af fyrsta West Ham liði hans,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Í gær

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Í gær

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd
433Sport
Í gær

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur