Erfið staða Þýskalands eftir tap gegn Noregi

Erik Thorsteinsen Toft reyndist Þjóðverjum erfiður viðureignar.
Erik Thorsteinsen Toft reyndist Þjóðverjum erfiður viðureignar. AFP

Erik Thorsteinsen Toft var markahæstur Noregs þegar liðið vann öruggan sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Þýskalandi í milliriðli II á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í Bratislava í kvöld.

Leiknum lauk með 28:23-sigri Noregs en Toft skoraði sjö mörk úr tíu skotum í leiknum.

Þjóðverjar byrjuðu betur og komist í 5:3 en þá hrukku Norðmenn í gang og þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14:12.

Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og komust í 16:12. Þjóðverjum tókst að minnka forskot Noregs í þrjú mörk, 17:20, en Norðmenn voru alltaf með yfirhöndina í leiknum í síðari hálfleik.

Sander Sagosen og Sebastian Barthold skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Noreg en Johannes Golla var markahæstur í liði Þýskalands með fjögur mörk. 

Norðmenn fara með sigrinum upp í annað sæti milliriðils II með 4 stig, líkt og Svíþjóð, en Þýskaland er í fjórða sætinu með 2 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Svíþjóð í næsta leik til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert