fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Svona eru þjófarnir sagðir hafa stolið 20 til 30 milljónum í Hamraborginni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn þjófa sem brutust inn í bifreið í Hamraborg á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni.

DV greindi fyrst fjölmiðla frá málinu í morgun og sagði frá því að tveir starfsmenn, bílstjóri og farþegi í bílnum, hefðu verið teknir í skýrslutöku vegna málsins. Lögregla lýsti í morgun eftir dökkgrárri Toyota Yaris-bifreið sem talin er hafa verið notuð við verknaðinn.

Verðmætaflutningabíll rændur í gærmorgun

Vísir greindi svo frá því í hádeginu að þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður. Eru mennirnir sem stálu peningunum, 20 til 30 milljónum króna að sögn, sagðir hafa bakkað upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg og snarhemlað áður en þeir fóru út og brutu afturrúðu bifreiðarinnar. Úr aftursætinu tóku þeir tvær töskur sem voru fullar peningum.

Um var að ræða peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar og segir í frétt Vísis að þjófnaðurinn hafi tekið mjög stutta stund.

Þess er getið að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar hafi verið inni á veitingastaðnum Catalinu að sækja peninga úr spilakössum en fleiri spilasalir eru í nágrenninu, til dæmis í Vídeómarkaðnum.

DV reyndi að ná tali af Heimi Ríkharðssyni, lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3 í Kópavogi, vegna málsins í morgun en án árangurs. Í samtali við mbl.is í hádeginu sagði hann lögreglu hafa fengið óstaðfestar upplýsingar um að upphæðin sem þjófarnir stálu hafi verið á bilinu 20 til 30 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað