Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR til næstu tveggja ára. Hann hafði betur gegn Elvu Hrönn Hjartardóttur, sérfræðingi á þróunarsviði VR, í atkvæðiskosningu sem lauk kl. 12 í dag.

Alls greiddu 11.996 manns atkvæði en 39.206 VR félagar voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var því 30,6%.

Ragnar Þór hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03% atkvæða. Elva Hrönn hlaut 4.732 atkvæði eða 39,44% atkvæða.

Ragnar Þór var fyrst kjörinn formaður VR árið 2017. Hann hafði þá betur í atkvæðakosningu með 63% atkvæða gegn þáverandi formanni, Ólafíu B. Rafnsdóttur. Hann var skjálfkjörinn árið 2019 og árið 2021 hlaut hann 63% atkvæða í kosningu gegn Helgu Guðrúnu Jónasdóttur