Meiddist á hásin og var borinn af velli

Hörður Björgvin Magnússon var borinn af velli í dag.
Hörður Björgvin Magnússon var borinn af velli í dag. Eggert Jóhannesson

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þurfti að fara meiddur af velli í 2:1-sigri liðsins gegn Tombov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net.

Hörður Björgvin meiddist á 70. mínútu leiksins, að því er virtist án þess að nokkur hafi snert hann, og þótt hann hafi borið sig vel þurfti hann samt sem áður að yfirgefa völlinn á börum.

Að svo stöddu er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru.

Leikurinn í dag var sá fyrsti undir stjórn Króatans knáa Ivica Olic og voru bæði Hörður Björgvin og Arnór Sigurðsson á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu.

Arnór lék allan leikinn á hægri kantinum og Hörður Björgvin byrjaði í hjarta varnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert