Daníel Ingi Norðurlandameistari í þrístökki

Daníel Ingi Egilsson stekkur hér á Meistaramóti Íslands í vetur.
Daníel Ingi Egilsson stekkur hér á Meistaramóti Íslands í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Daníel Ingi Egilsson, frjálsíþróttamaður úr FH, varð í dag Norðurlandameistari í þrístökki þegar hann stökk lengsta stökk sem hann hefur stokkið utanhúss á Nordic Athletics Championships 2023 mótinu sem fram fer í Kaupmannahöfn um helgina.

Daníel stökk 15,98 metra og bætti persónulegt met sitt um 67 sentímetra. Vilhjálmur Einarsson á Íslandsmetið í þrístökki utanhúss en hann stökk 16,70 metra á Meistaramóti Íslands 7. ágúst 1960.

Í öðru sæti var danski þrístökkvarinn Dennis Bakari Magi en hann stökk 15,19 metra. Þriðji var Daninn Torúr Mortensen en hann stökk 14,81 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert