Penninn á lofti í Víkinni

Karl Friðleifur Gunnarsson og Kári Árnason handsala samninginn.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Kári Árnason handsala samninginn. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnumaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en samingurinn er til næstu tveggja ára og gildir út keppnistímabilið 2026.

Karl Friðleifur, sem er 22 ára gamall, gekk til liðs við Víkinga frá Breiðabliki árið 2021 en hann varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2021 og 2023, sem og bikarmeistari árin 2021, 2022 og 2023.

Alls á hann að baki 81 leik í efstu deild með Víkingi, Breiðabliki og Gróttu þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Þá á hann að baki 30 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert