Leggja áherslu á verkefnið „Örugg á ferðinni“

Hér má sjá forstjóra Eimskip og framkvæmdastjóra Landsbjargar við undirritunina.
Hér má sjá forstjóra Eimskip og framkvæmdastjóra Landsbjargar við undirritunina. Ljósmynd/Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Eimskip taka nú höndum saman og leggja aukna áherslu á slysavarnaverkefnið „Örugg á ferðinni“. Samstarfið felst ekki einungis í slysavarnaverkefninu en Landsbjörg og Eimskip undirrituðu einnig samning sem gerði Eimskip að einum helsta styrktaraðila slysavarnafélagsins.

Eimskip mun sérstaklega styðja Landsbjörg í björgunaraðgerðum á landi og sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sérstök athygli verður vakin á slysavarnaverkefninu „Örugg á ferðinni“ en verkefnið snýr að samgönguöryggi og aukinni hjálmanotkun.

Haft er eftir framkvæmdastjóra Landsbjargar þar sem hann segist fagna ómetanlegum stuðningi Eimskipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK