Marel í Slóvakíu eykur afköst um fjórðung

Rudolf Gubric og Janka Boreková í framleiðslustöðinni í Nitra.
Rudolf Gubric og Janka Boreková í framleiðslustöðinni í Nitra. Baldur Arnarson

Framleiðslustöð Marel í Slóvakíu er í borginni Nitra í vesturhluta landsins. Þar er mikill iðnaður og m.a. bílaverksmiðja Jaguar Land Rover.

ViðskiptaMogginn heimsótti framleiðslustöðina fyrr í þessum mánuði en vöxtur hennar hefur verið ævintýrarlegur frá stofnun 2005.

Þannig voru starfsmenn í upphafi níu en þeim hefur síðan fjölgað í 420 sem er nærri fimmtíuföldun á sextán árum.

Rudolf Gubric, framleiðslustjóri Marel í Slóvakíu, segir aukna eftirspurn eftir sjálfvirkum lausnum eiga þátt í auknum umsvifum í Nitra.

Netverslun ýtir undir þróun

Ýmsar skýringar séu á þessari aukningu. Meðal annars kjósi neytendur sífellt fjölbreyttara vöruúrval, ekki síst af tilbúnum réttum, sem kalli á meiri sveigjanleika í matvælaframleiðslu. Aukin netverslun og vöxtur í heimsendingu á matvælum ýti undir þessa þróun. Janka Boreková, mannauðsstjóri Marel í Slóvakíu, ræddi einnig við ViðskiptaMoggann í ferðinni.

Framleiðslusalur Marel í Slóvakíu er í 16 þúsund fermetra byggingu …
Framleiðslusalur Marel í Slóvakíu er í 16 þúsund fermetra byggingu í borginni Nitra. Ljósmynd/Marel

Hún segir það hafa reynst áskorun að finna starfsfólk í framleiðslustöðina í Nitra. Skýringin sé ekki síst sterkur vinnumarkaður á svæðinu en atvinnuleysi mælist nú hvergi minna í Slóvakíu.

Til að laða til sín starfsfólk býður Marel upp á meðmælakerfi en þá fá meðmælendur greitt með hverri ráðningu, að því gefnu að ráðningin verði varanleg eftir sex mánaða reynslutíma.

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK