Endurkoma Van Dijk hefur mikil áhrif

Sigursælu liðin í norðurhluta Englands, Manchester United og Liverpool, eigast við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. 

Matt Holland fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni segist ekki vera viss um við hverju megi búast af United í leiknum eða hvernig liðið muni mæta Liverpoolliðinu. Solskjær sé enn að leita að réttu blöndu leikmanna.

Holland segir að undir stjórn Klopp spili Liverpool nánast ávallt sóknarbolta hvort sem það sé heima á útivelli. Endurkoma Van Dijk eftir hnémeiðsli hafi haft mikil áhrif á liðið.

Vangaveltur Hollands má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert