320 byggingar eyðilagst á La Palma

Hraunið rennur niður hlíðar eldfjallsins Cumbre Vieja.
Hraunið rennur niður hlíðar eldfjallsins Cumbre Vieja. AFP

Alls hafa 320 byggingar og 154 hektarar lands eyðilagst á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum vegna eldgossins sem hófst þar á sunnudaginn.

Eignatjónið eru tvöfalt meira en eftirlitsaðilinn Copernicus greindi frá fyrir sólarhring síðan.

Sérfræðingar búast við því að eignatjónið aukist á næstunni, enda rennur hraun enn hægt og bítandi niður hlíðar eldfjallsins Cumbre Vieja.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert