Ísland þarf að ná í þrjú stig í Laugardalnum

Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundi í gær.
Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undankeppni HM kvenna í knattspyrnu 2023 hefst á erfiðum leikjum hjá íslenska landsliðinu. Liðið hefur spilað einn leik til þessa og það var gegn Hollandi, Evrópumeisturunum frá árinu 2017. Á morgun mætir Ísland liði Tékklands á Laugardalsvelli klukkan 18:45 og þar mætast liðin sem flestir spá að muni berjast um annað sætið í riðlinum.

Ísland tapaði á heimavelli fyrir Hollandi í september, 0:2, og því liggur mikið við að ná í öll stigin gegn Tékklandi. Tékkar hafa byrjað vel í riðlinum og eru með fjögur stig eftir tvo leiki. Liðið hóf keppnina á að ná í stig til Hollands og gera þar 1:1-jafntefli. Mjög góð úrslit fyrir Tékka og þær fylgdu því eftir með 8:0-stórsigri gegn Kýpur. Ekki er við því búist að Hvíta-Rússland eða Kýpur blandi sér í baráttuna í efri hlutanum í riðlinum.

„Þessi leikur er ótrúlega mikilvægur. Við erum ekki komnar með stig en Tékkar eru með fjögur stig. Okkur langar á HM og hvert stig skiptir máli. Við verðum að taka 3 stig ef við viljum reyna við fyrsta sætið, þótt auðvitað megi segja að margt geti gerst í riðlinum hvernig sem leikurinn fer á morgun,“ sagði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundi í gær. Hún á orðið langan feril með landsliðinu og var til að mynda í stóru hlutverki þegar Ísland komst í 8-liða úrslitin á EM 2013, sem telst vera besti árangur liðsins frá upphafi.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert