Salah sló met í gær

Mohamed Salah, annar frá vinstri, sló met í gær.
Mohamed Salah, annar frá vinstri, sló met í gær. AFP/Darren Staples

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, skráði sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar hann skoraði og lagði upp annað mark í 4:2-sigri á Tottenham Hotspur í gær.

Salah er búinn að skora 18 mörk og gefa tíu stoðsendingar að auki á tímabilinu í deildinni. Hefur hann nú náð tveggja stafa tölu í bæði mörkum og stoðsendingum þrjú tímabil í röð.

Egyptinn er fyrsti leikmaðurinn í rúmlega þriggja áratuga sögu úrvalsdeildarinnar sem afrekar það að skora yfir tíu mörk og leggja upp yfir tíu mörk þrjú tímabil í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert