Þróttur vann nýliðaslaginn

Þróttur vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í kvöld.
Þróttur vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Þróttur úr Reykjavík vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í 1. deild karla í fótbolta er liðið hafði betur gegn Ægi í nýliðaslag í 3. umferðinni á heimavelli í kvöld, 3:1.

Staðan í hálfleik var 1:1 eftir að Kostyantyn Yaroshenko kom Þrótti yfir á 20. mínútu og Óskar Sigþórsson jafnaði með sjálfsmarki á 39. mínútu.

Þróttur komst aftur yfir á 79. mínútu með marki hjá Saw Hewson úr víti og Ernes Slupski gulltryggði 3:1-sigur heimamanna með marki í uppbótartíma.

Þróttur fór með sigrinum upp í fjögur stig og í fimmta sæti. Ægir er aðeins með eitt stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert