Gísli drjúgur í öruggum sigri

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson lét vel að sér kveða hjá Magdeburg þegar liðið komst aftur á sigurbraut í þýsku 1. deildinni í handknattleik með öruggum sigri á botnliði Hamm, 36:27, í dag.

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og var markahæstur í leiknum. Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla.

Markahæstur í leiknum var Hollendingurinn Kay Smits, sem hefur leikið frábærlega í fjarveru Ómars Inga. Skoraði Smits níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar.

Magdeburg tapaði óvænt fyrir Hannover-Burgdorf í miðri viku og var sigurinn í dag því kærkominn. Liðið er áfram í fjórða sæti, nú með 35 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Füchse Berlín og á auk þess leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert