Haukakonur í undanúrslit

Helena Rut Örvarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir í leiknum í …
Helena Rut Örvarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 25:21, í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð í Garðabæ í kvöld.

Haukar unnu einvígið 2:0 og fara því örugglega áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn á Ásvöllum auðveldlega, 36:23. Í undanúrslitum mæta Haukakonur Fram.

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Stjörnukonur byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu tvö mörkin áður en Haukar minnkuðu muninn. Stjarnan náði síðan mest 2 marka forskoti áður en Haukar jöfnuðu í stöðunni 5:5.

Haukakonur komust síðan yfir í stöðunni 6:5 og eftir það skipust liðin á að jafna og komast yfir. Helena Rut Örvarsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik hjá Stjörnunni og skoraði 6 af 9 mörkum liðsins. Hin þrjú mörkin skoraði Embla Steindórsdóttir. Darija Zecevic átti fínan fyrri hálfleik í marki Stjörnunnar og varði 8 skot. 

Í liði Hauka var markaskorun öllu dreifðari en Inga Dís Jóhannsdóttir var atkvæðamest í fyrri hálfleik með 4 mörk. Margrét Einarsdóttir varði 6 skot, þar af eitt vítaskot. 

Liðin gengu til hálfleiks í stöðunni 10:9 fyrir Hauka eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem lítið var skorað.

Haukar sigu fram úr

Síðari hálfleikur var jafn framan af og var munurinn á liðinum ekki meiri en 1 - 2 mörk fyrstu 10 mínúturnar og eftir 40 mínútna leik var staðan 13:13 en þá fóru Haukakonur að síga fram úr Stjörnunni og eftir 50 mínútur var munurinn orðinn 3 mörk, 20:17 fyrir Haukum. Stjörnukonur reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en Haukakonur juku muninn mest í 5 mörk.

Helena Rut Örvarsdóttir átti stórleik í liði Stjörnunnar í dag og skoraði 11 mörk og fiskaði nokkur vítaskot og er klárlega maður leiksins í kvöld. Það dugði því miður ekki fyrir Stjörnuna því Haukar unnu að lokum 4 marka sigur 25:21 og eru Haukakonur komnar í undanúrslitaeinvígi gegn Fram.

Eins og áður segir skoraði Helena Rut Örvarsdóttir 11 mörk fyrir Stjörnuna, þar af 2 úr vítum. Darija Zecevic varði 17 skot fyrir Stjörnuna, þar af 2 vítaskot.

Í liði Hauka var Elín Klara Þorkelsdóttir atkvæðamest með 7 mörk, þar af eitt úr vítaskoti og Margrét Einarsdóttir varði 9 skot, þar af tvö vítaskot. 

Stjarnan 21:25 Haukar opna loka
60. mín. Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert