Keflavík er áfram í efstu deild

Shaina Ashouri, sóknarmaður Þórs/KA, í baráttunni á Akureyri í dag.
Shaina Ashouri, sóknarmaður Þórs/KA, í baráttunni á Akureyri í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Einn af þremur lokaleikjum í Pepsi Max-deild kvenna fór fram á SaltPay vellinum á Akureyri í dag. Þór/KA og Keflavík áttust við í mikilvægum leik. Keflavík hefði getað fallið með því að tapa leiknum en það var þó frekar fjarlægur möguleiki. Til þess þurfti Tindastóll að vinna Stjörnuna, auk þess sem það þyrfti að verða a.m.k. sex marka sveifla í gengi liðanna.  

Til útreikninga kom ekki þar sem Keflavík tók stig og Tindastóll tapaði sínum leik. Keflavík heldur því sæti sínu í efstu deild en Tindastóll fellur með Fylki. 

Fátt markvert gerðist allan fyrri hálfleikinn en Shania Ashouri olli þó smá usla við vítateig Keflvíkinga þegar hún komst í boltann. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleiknum og færin því af skornum skammti. Tiffany Sornpao í marki Keflvíkinga var mjög örugg á sínu og hirti allt sem kom inn í teiginn. Hinum megin var það Arna Sif Ásgrímsdóttir sem stöðvaði allt í fæðingu hjá gestunum. Keflavík sótti aðeins í sig veðrið á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki og lauk leiknum 0:0. 

Norðankonur mega una nokkuð sáttar með sitt eftir sumarið en gengi liðsins var ekki gott í byrjun móts en liðið þéttist með hverjum leik og innkoma Shainu Ashouri  í lok júlí breytti heilmiklu fyrir sóknarleik liðsins. Jafnteflið þýðir að Þór/KA setur met yfir fjölda jafntefla á einu tímabili i í efstu deild kvenna. 

Keflvíkingar gera sér 8. sætið að góðu. Liðið var að koma upp úr Lengjudeildinni og átti glæsilegan endasprett á mótinu í ár, tók níu stig í lokaleikjunum fimm. 

Þór/KA 0:0 Keflavík opna loka
90. mín. Ísa­bel Jasmín Alm­ars­dótt­ir (Keflavík) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert