Finna samspilara með forriti eins og Tinder

Plink er forrit sem gerir tölvuleikjaspilurum að fletta í gegnum …
Plink er forrit sem gerir tölvuleikjaspilurum að fletta í gegnum og finna sér ákjósanlegan meðspilara. Grafík/Plink

Stefnumótaforrit hafa skipað sinn sess í samfélaginu undanfarin ár en nú hefur fyrsta „stefnumótaforritið fyrir tölvuleikjaspilara“ verið kynnt til leiks.

Forritið PLINK gerir tölvuleikjaspilurum kleift að finna sér samspilara með sambærilegri tækni og stefnumótaforrit á borð við Tinder. Þar setja notendur upp sinn eigin aðgang og hafa kost á að kynnast fleiri tölvuleikjaspilurum með aldri, tungumáli og tölvuleikjum spiluðum til hliðsjónar ásamt öðrum þáttum.

Notendur fletta svo í gegnum aðganga hjá öðrum og kjósa ýmist að læka þá eða fletta framhjá þeim sem síðan þannig sigtar út ákjósanlega meðspilara og gefur þeim tækifæri á að kynnast hafi báðir einstaklingar lækað hvorn annan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert