Kjartan og Þórður missa því af lokaumferð deildarinnar um næstu helgi, og þá þurfa þeir einnig að fylgjast með fyrstu tveim leikjum næsta tímabils úr stúkunni.
Aðstoðarþjálfari Víkings, Hajrudin Cardaklija, var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann fékk að líta rautt spjald í leikslok í sama leik.
Kjartan Henry verður ekki með KR-ingum þegar að liðið mætir Stjörnunni í lokaumferð Íslandsmótsins, en KR er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar sem er mögulegt Evrópusæti.
Þórður verður ekki með Víkingum gegn Leikni í lokaumferðinni, en með sigri verða Víkingar Íslandsmeistarar.