fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Harmleikur á Reykjanesbraut – Sofnaði undir stýri og sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. desember 2020 15:52

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms fyrir manni sem olli dauða einnar manneskju og slasaði aðra í árekstri á Reykjanesbraut. Hinn ákærði sofnaði undir stýri og missti stjórn á bíl sínum sem fór yfir á rangan vegarhelming með þessum hræðilegu afleiðingum.

Atvikið átti sér stað þann 28. október árið 2018. Maðurinn ók bíl sínum vestur Reykjanesbraut til móts við Bónus Tjarnarvöllum. Var hann ekki fær um að stjórna bílnum örugglega vegna þreytu og sofnaði hann við aksturinn svo að bíllinn fór yfir á akrein fyrir umferð á móti með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl á austurleið eftir Reykjanesbraut. Við áreksturinn lést farþegi í bílnum og ökumaður, sem var ófrísk kona sem gengin var 31 viku á leið, hlaut mar á kviðvegg, blæðingu fyrir fæðingu og tognun og ofreynslu á mjóbak.

Maðurinn reyndist ekki hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna eða lyfja. Maðurinn, sem er pólskur, sagðist ekki muna eftir slysinu en taldi líklegast að það hefði orðið vegna þreytu hans og hafi hann sofnað undir stýri.

Refsingin var 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur svipti manninn ökuréttindum í sex mánuði og felldi Landsréttur þá sviptingu úr gildi. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskakostnað og allan málskostnað.

Dóm Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið