Hótanir um líkamsmeiðingar

Átta eru nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Rauðagerði
Átta eru nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Rauðagerði

Átta eru nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Rauðagerði um síðustu helgi. Í gær var karlmaður úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar.

Sömuleiðis var gæsluvarðhald framlengt yfir litháískum karlmanni sem handtekinn var í íbúð í Garðabæ skömmu eftir morðið. Samkvæmt heimildum blaðsins er umræddur aðili grunaður um morðið og hafa ummerki um skotvopn fundist á heimili hans. Einstaklingarnir sem nú eru í haldi eru allir á fertugsaldri, að einum undanskildum en hann er á fimmtugsaldri.

Sá síðastnefndi er enn fremur eini Íslendingurinn í haldi. Hann var umsvifamikill í undirheimunum um árabil en hefur verið í þröngri stöðu eftir að upp komst um uppljóstranir hans til lögreglunnar á árum áður. Í smáskilaboðum frá meintum uppljóstrara til aðila sem sakaður er um að hafa lekið skjölum um uppljóstranir hans kemur fram að tjónið „verði aldrei bætt“. Skilaboðunum fylgir jafnframt óbein hótun um líkamsmeiðingar.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa hótanir gengið á víxl milli manna sem tengjast morðmálinu. Ekki er enn vitað hver aðild Íslendingsins að morðmálinu er.

Maðurinn sem skotinn var til bana utan við heimili sitt í Rauðagerði hét Armando Beqirai og lætur eftir sig ófríska konu og ungt barn. Fram kemur í albönskum fjölmiðlum að hann hafi verið spyrtur við peningaþvætti. Hér á landi starfaði hann hjá Top Guard ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í dyravörslu og öryggisgæslu. Samkvæmt viðmælendum Morgunblaðsins hafa borist hótanir um hefndaraðgerðir en lögreglan hefur sagt að erfitt sé að segja til um slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert