Fyrsti kvenforsætisráðherrann sagði af sér eftir sjö tíma

Magdalena Andersson hefur nú sagt af sér embætti forsætisráðherra eftir …
Magdalena Andersson hefur nú sagt af sér embætti forsætisráðherra eftir sjö tíma í embætti. FREDRIK PERSSON

Magdalena Andersson, formaður Sósíaldemókrataflokksins í Svíþjóð, hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra eftir sjö tíma í embætti. Andersson tók við forsætisráðherrastólnum í dag og varð fyrst kvenna til að gegna því embætti.

Andersson tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni eftir að Græningjar tilkynntu að þeir vildu ekki lengur vera í ríkisstjórn. 

Þar sem Græningjar kveðja nú ríkisstjórnarsamstarfið þarf að fara fram ný atkvæðagreiðsla um nýjan forsætisráðherra. Leiðtogar Græningja hafa sagst vera tilbúnir að greiða atkvæði með Andersson skyldi hún vera tilnefnd af þingforseta á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert