Ísak Snær á reynslu í Skotlandi

Ísak Snær Þorvaldsson með boltann í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn Víkingi …
Ísak Snær Þorvaldsson með boltann í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn Víkingi úr Reykjavík um síðustu helgi. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Norwich City, æfir nú með skoska úrvalsdeildarfélaginu Livingston.

Ísak Snær lék helming sumarsins 2020 með ÍA og allt tímabilið í sumar sem lánsmaður og stóð sig afar vel þegar ÍA bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar.

David Martindale, knattspyrnustjóri Livingston, staðfesti í samtali við Daily Record að Ísak Snær æfi með liðinu um þessar mundir.

„Ísak er með okkur eftir að hafa spilað í íslensku deildinni. Hann er tvítugur og við ætlum að skoða hann aðeins þar sem hann gæti verið möguleiki í janúar,“ sagði Martindale.

Livingston er sem stendur í 10. sæti af 12 liðum í skosku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert