Netsalan hjá Elko tvöfaldast milli ára

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko.
Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Mynd/mbl.is

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, segir hlutfall netsölu af veltu fyrirtækisins hafa lækkað úr 60% í nóvember, þegar samkomutakmarkanir voru í kórónuveirufaraldrinum, niður í um 20% af veltu.

Hann rifjar upp að Elko hafi að hámarki mátt hafa tíu viðskiptavini í hverri verslun í nóvember. Við því hafi verið brugðist með því að efla netdeildina.

„Við færðum alla okkar markaðsstarfsemi á vefinn og unnum þar allan sólarhringinn á þremur vöktum við erfiðar aðstæður því þar voru líka samkomutakmarkanir. Við gátum ekki stöðugt bætt við mannskap. Það var svakaleg törn en gekk samt ótrúlega vel. Það voru að vísu hnökrar en liðið gátu þrír til fimm dagar frá því varan var pöntuð og þar til hún barst viðskiptavinum. Við gátum ekki verið með 50 manns að taka til vörur heldur aðeins tíu á hverri vakt allan sólarhringinn. Það er sem betur fer liðið,“ segir Gestur. Þótt hlutur netsölu af veltu hafi dregist saman úr 40-60% í faraldrinum sé hún engu að síður tvöfalt meiri í janúar og febrúar en sömu mánuði í fyrra.

Áætlað sé að hlutur netsölu af heildarveltu Elko verði um 20% í ár.

Nýr söluvefur í þróun

Gestur segir Elko hafa hafið netsölu á vefnum Elko.is árið 2007.

Stöðugt sé unnið að uppfærslu vefjarins og áformað að taka uppfærðan söluvef í notkun í vor.

Ný verslun Elko á Akureyri hafi fengið góðar viðtökur og salan verið í samræmi við væntingar. Þó hafi vetrarfærðin fyrir norðan haft sitt að segja.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK