Meðlimur FaZe Clan hættur að streyma og hugar að andlegri heilsu

FaZe Clan.
FaZe Clan. Skjáskot/twitter.com/FaZeClan

Meðlimur FaZe Clan, Teeqo, ætlar að stíga til hliðar og hætta að streyma til þess að huga að andlegri heilsu. Þetta tilkynnti hann í færslu sinni á Twitter síðustu helgi.

Saklaus í rafmyntasvindli

Teeqo var einn þeirra meðlima sem settur var í bann í tengslum við rafmyntasvindl sem hann vafðist í. Samkvæmt nýjustu fréttum af því máli kemur fram að Teeqo sé að öllum líkindum saklaus, og hafi í raun ekki vitað að sala rafmyntarinnar væri í raun svindl er hann samþykkti að taka þátt í verkefninu.

Ætlar að huga að andlegri heilsu

Í tilkynningu sinni á Twitter segist Teeqo ætla að hætta að streyma og sé tilbúinn að byrja nýjan kafla í lífi sínu. Hann segist upplifa vanlíðan, og þurfi að huga að andlegri heilsu áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann muni halda áfram að streyma í framtíðinni. Hann hefur fengið margar fallegar kveðjur frá aðdáendum og liðsfélögum sem styðja við bakið á honum.

Andleg heilsa mikilvæg

Oft þarf að fórna mikilvægum hlutum til að huga að andlegri heilsu og er ljóst að ákvörðun Teeqo var honum erfið. Mikilvægt er fyrir alla að huga að andlegu heilsu sinni, en léleg andleg heilsa getur m.a. haft í för með sér líkamlega vanlíðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert